Dýraverndarsinnar á Filippseyjum eru æfir yfir því sem þeir segja vægan dóm yfir þarlendum bónda sem skaut og snæddi örn af sjaldgæfri og friðaðri tegund. Maðurinn var sektaður um 100.000 pesóa, sem er jafnvirði tæplega 300.000 króna fyrir athæfið.
Hann sagðist hafa skotið fuglinn með loftbyssu og síðan gætt sér á honum með vinum sínum, án þess að hafa hugmynd um að fuglinn var friðaður.
Umræddur örn var af svokallaðri Filippseyjategund eða Pithecophaga Jefferyi, sem er í útrýmingarhættu, en talið er að ekki séu til fleiri en 250.
Samtök dýraverndunarsinna segja refsinguna einungis til málamynda.
Leifar af fuglinum fundust í þjóðgarði.