Vill endurvekja egypsku byltinguna

Mohammed Mursi (til vinstri) frambjóðandi Íslamska bræðralagsins og Ahmed Shafiq.
Mohammed Mursi (til vinstri) frambjóðandi Íslamska bræðralagsins og Ahmed Shafiq. AFP

Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra í ríkisstjórn Hosnis Mubaraks Egyptalandsforseta, hét því í dag að endurvekja byltinguna í landinu síðan í fyrra.

Allt lítur út fyrir að kosið verði á milli Shafiqs og frambjóðanda Íslamska bræðralagsins, Mohammeds Mursi, í forsetakosningunum í landinu.

„Byltingunni var stolið frá okkur og ég er staðráðinn í að koma með hana til baka,“ sagði Shafiq við hóp ungra byltingarsinna í dag. 

Hann hvatti alla þá, sem dreymir um betra ástand, þá sem eru reiðir, metnaðarfullir og örvæntingarfullir, hvort sem þeir eru með eða án vinnu, til þess að sameinast. „Byggjum upp, við skulum ekki leita hefnda,“ sagði hann.

Skilgreina þarf hlutverk forseta Grikklands; í hverju völd hans eigi að felast og hversu mikil þau eigi að vera. Shafiq hefur ekki áhyggjur af því að valdsvið hans skarist við aðra valdhafa.

„Þingið er með skilgreint hlutverk, forsetinn hefur sitt hlutverk og ríkisstjórnin hefur afmarkað hlutverk. Það verður ekki um það að ræða að það verði árekstrar í samstarfi,“ sagði Shafiq.

Hann var gerður að forsætisráherra skömmu áður en ríkisstjórn Mubaraks leið undir lok í tilraun til að auka vinsældir hennar. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir tengsl sín við fyrri valdhafa.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka