Ekkert samkomulag við Murdoch segir Blair

LUKE MACGREGOR

Tony Blair hafnar því að hafa í forsætisráðherratíð sinni samið við fjölmiðlamógúlinn Rubert Murdoch um það hvernig hann fjallaði um ríkisstjórnina. Hann viðurkennir þó að hafa verið heldur náinn fjölmiðlasamsteypunni News International. 

Þetta kom fram þegar Blair var yfirheyrður í tengslum við rannsókn á fjölmiðlum, stjórnmálamönnum og lögreglu um víðfemi spillingar í tengslum við símahleranir á fólki í bresku þjóðlífi.

„Það var enginn samningur við fjölmiðla, hvorki við Rubert Mudoch né aðra og til að gæta sanngirnis þá sóttist hann aldrei eftir því,“ segir Blair.

Hann segir að hann hafi tekið meðvitaða ákvörðun um það í forsætisráðherratíð sinni að halda samskiptum við fjölmiðla góðum sökum þess hve mikilvæg þau væru fyrir embættið sem hann gegndi.

„Ef þú ert stjórnmálaleiðtogi sem lendir upp á kant við valdamikla hópa í fjölmiðlum, eru afleiðingarnar þær að þú nærð ekki að koma þeim skilaboðum sem þú vilt á framfæri,“ segir Blair um ástæður þess að hann vildi halda nánum tengslum við fjölmiðla.

Hann segir götublöðin The Sun og Daily Mail vera áhrifamestu miðla Bretlands. Um leið og samskipti við þá versna sé illt í efni fyrir viðkomandi stjórnmálaflokk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert