Fylgi Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku hefur ekki verið minna í 114 ár, ef marka má nýja skoðanakönnun sem dagblaðið Politiken og sjónvarpsstöðin TV2 létu gera. Sagt er að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra hafi misst um 280.000 kjósendur frá síðustu kosningum, í september sl.
Fylgi við SF minnkar aðeins en Einingarlistinn bætir við sig. Venstri, flokkur Lars Løkke Rasmussen, heldur sínu fylgi og mælist með 34%.