Kosið um fjárlagasáttmála á Írlandi

00:00
00:00

Í dag ganga Írar til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fjár­laga­sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins. 24 aðild­ar­ríki hafa þegar samþykkt sátt­mál­ann. Írar eru eina þjóðin sem mun kjósa um sátt­mál­ann í þjóðar­at­kvæðagreiðslu en hon­um er ætlað að auka stöðug­leika á evru­svæðinu.

Í sátt­mál­an­um felst að hægt verði að refsa þjóðum sem koma ekki bönd­um á skuld­ir sín­ar. Vel er fylgst með kosn­ing­un­um á Írlandi því ef samn­ing­ur­inn verður felld­ur eyk­ur það enn á mót­spyrnu gegn ströng­um niður­skurðaraðgerðum sem viðhafðar eru nú víðsveg­ar inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Kann­an­ir sýna að að um 60% þeirra sem taka munu þátt í kosn­ing­un­um í dag samþykki sátt­mál­ann.

Írsk stjórn­völd hafa varað við því að verði samn­ing­ur­inn felld­ur fá­ist ekki næg­ur stuðning­ur frá Evr­ópu­sam­band­inu og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum, sem nauðsyn­leg­ur er til að tryggja fjár­hag lands­ins næstu miss­er­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka