Forseti Póllands samþykkti í dag að hækka eftirlaunaaldurinn þar í landi í 67 ár, en málið hefur valdið talsverðri óánægju og er eitt af þeim málum sem hin miðju-sinnaða ríkisstjórn hefur sett á oddinn til að bregðast við áhrifum af hækkandi meðalaldri í landinu.
Með undirskrift Bronislaws Komorowski forseta taka lögin gildi á næsta ári og í stað þess að konur geti nú farið á eftirlaun 60 ára og karlar 65 ára munu karlar fara á eftirlaun 67 ára árið 2020 og konur 67 ára árið 2040. Aðdragandinn er því nokkur.
Þetta skref Pólverja er í sömu átt og nokkurra annarra ESB ríkja, sem hafa einnig verið að aðlaga sig að því sem almennt gerist í hinum vestræna heimi, meðal annars til að halda hagkerfunum gangandi og samkeppnishæfum.
Danmörk, Þýskaland, Spánn og Holland eru nú öll að stefna í átt að 67 ára eftirlaunaaldri. Þá munu Ítalir einnig vinna að því að setja lög um eftirlaun karla við 70 ára aldurinn og kvenna við 66 ára aldurinn, á næstu árum.
Frumvarpið fór í gegnum pólska þingið 11. maí, en að óbreyttu gera spár ráð fyrir því að skortur verði á fólki á vinnumarkaði í Póllandi árið 2040.
„Þetta var það eina í stöðunni til að bregðast við langtíma hækkunum á lífeyrissjóðagreiðslum,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og til að bregðast við hærri kostnaði og minna samkeppnishæfum vinnumarkaði.
Nýlegar rannsóknir sýna að um helmingur Pólverja verður kominn yfir fimmtugt árið 2041, og að þá verði einungis um þriðjungur Pólverja ennþá á vinnumarkaði.
Þetta fyrrverandi kommúnistaríki varð hluti af Evrópusambandinu árið 2005 og íbúar landsins eru í dag 38,2 milljónir.
Málið mætti harðri andstöðu bæði frá hægri og vinstri vængjum stjórnmálanna í Póllandi, en hin miðju sinnaða ríkisstjórn Tusks hélt meirihluta sínum í kosningum í Póllandi í kosningunum í október í fyrra og var þetta eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar í kosningabaráttunni.
Meðaleftirlaun í landinu, sem losnaði undan oki kommúnismans árið 1989, stóð í 422 evrum árið 2011, samkvæmt upplýsingum frá pólska fjármálaráðuneytinu.
Lífskjaravæntingar í Póllandi hafa aukist umtalsvert eftir að landið yfirgaf kommúnismann og tók upp lýðræðislega og kapítalíska stjórnarhætti.
Árið 2012 var meðalaldur í landinu hjá karlmönnum 72 ár og hjá kvenmönnum 80,6 ár. Þetta var aukning um 5-6 ár frá árinu 1990, samkvæmt því sem upplýsingar frá hagstofu Póllands herma.