Myrti og át herbergisfélaga sinn

Alexander Kinyua
Alexander Kinyua Ljósmynd/Lögreglan í Hartford County

Bandarískur háskólanemi játaði í gær fyrir lögreglu í Baltimore morð. Svo virðist sem maðurinn sem er um tvítugt hafi myrt herbergisfélaga sinn, skorið líkama hans í sundur, og af honum limi, og lagt sér til munns hjarta hans, og hluta af heilanum.

Ungi háskólaneminn hefur verið nafngreindur og heitir Alexander Kinyua. Hann er 21 árs og nemur við Morgan State háskólann. Bróðir hans fann höfuð og hendur fórnarlambsins og kallaði til lögreglu. Greint er frá því að Kinyua hafi étið allt hjarta fórnarlambs síns, Kujoe Bonsafo Agyie-Kodie, og hluta af heilanum.

Ekki liggur fyrir hvort ástæða var fyrir morðinu og mannátinu, en Kinyue hefur verið ákærður.

Íbúar Norður-Ameríku skilja hvorki upp né niður í því sem gerst hefur á einni viku. Fyrst reyndi sturlaður ungur maður að naga andlit af heimilislausum manni á Miami, þá er í gangi alþjóðleg leit að kanadískum klámmyndaleikara sem grunaður er um að hafa myrt og aflimað asískan karlmann og að endingu kemur þetta mál upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert