Þúsundir mótmælenda flykktust út á götur Egyptalands eftir að Hosni Mubarak, fv. forseti landsins, og Habib al-Adly, fv. innanríkisráðherra, voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að fyrirskipa að skotið yrði á mótmælendur, en hlutu ekki dauðadóm. Einnig að yfirmenn öryggisveitar hafi verið sýknaðir.
Mubarak var dæmdur fyrir að gefa öryggissveitum sínum fyrirskipun um að skjóta á mannfjölda sem mótmælti stjórn hans, og var farið fram á að hann yrði líflátinn. Sex yfirmenn öryggisveitarinnar voru hins vegar sýknaðir af sömu ákæruatriðum.
Mótmæli eru hvað mest í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, og samkvæmt nýjustu fregnum virðist reiðin aðeins vera að magnast meðal mótmælenda á Tahrir torgi sem kyrja slagorð og heimta réttlæti fyrir þá mótmælendur sem létu lífið í mótmælunum.