Vopnahlé virt að vettugi

Grímuklæddur liðsmaður Frelsishers Sýrlands.
Grímuklæddur liðsmaður Frelsishers Sýrlands. AFP

Frels­is­her Sýr­lands virðir ekki leng­ur vopna­hléið í land­inu. Þetta seg­ir talsmaður upp­reisn­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar, Sami al-Kurdi, í sam­tali við Reu­ters-frétta­veit­una. Hann seg­ir að upp­reisn­ar­menn­irn­ir hafi ráðist á stjórn­ar­her­menn til að verja al­menn­ing í land­inu.

Að minnsta kosti 80 stjórn­ar­her­menn féllu í árás­um upp­reisn­ar­manna um helg­ina, að sögn hóps aðgerðasinna.

Vopna­hléið er hluti af friðaráætl­un Kofi Ann­ans, sem er sendi­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna og Ar­ab­a­banda­lags­ins. Haft er eft­ir eft­ir­lits­mönn­um í land­inu að vopna­hlé­inu hafi í raun aldrei verið fram­fylgt í Sýr­landi, að því er seg­ir á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Yf­ir­lýs­ing Frels­is­hers­ins og um­mæli sem Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seti lét falla um helg­ina hafa vakið spurn­ing­ar um hvort friðaráætl­un Ann­ans, sem er í sex liðum, gangi upp.

Laurent Fabius, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, sagði í dag að sýr­lensk stjórn­völd hefðu gerst sek um svo mörg brot að ekki væri leng­ur hægt að kom­ast að viðvar­andi sam­komu­lagi á meðan Assad væri enn við völd.

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri SÞ, hef­ur aft­ur á móti ít­rekað að áætl­un Ann­as gegni lyk­il­hlut­verki til að hægt sé að finna lausn á neyðarástand­inu í Sýr­landi.

Alls lét 31 lífið í átök­um í Sýr­landi í dag. Flest­ir féllu fyr­ir hendi stjórn­ar­her­manna.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, ávarpaði þingið um helgina.
Bash­ar al-Assad, for­seti Sýr­lands, ávarpaði þingið um helg­ina. AFP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, segir að friðaráætlun Annans gegna mikilvægu …
Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri SÞ, seg­ir að friðaráætl­un Ann­ans gegna mik­il­vægu hlut­verki. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert