Auðmjúk Bretadrottning

Elísabet Bretadrottning hefur ávarpað bresku þjóðina þar sem hún þakkar landsmönnum fyrir auðsýndan hlýhug á 60 ára krýningarafmæli sínu. Drottningin kveðst vera full auðmýktar og það hafi snert sig að sjá svona marga samankomna til að fagna þessum tímamótum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Í ávarpinu þakkar Elíasbet einnig þeim sem komu að því að skipuleggja hátíðarhöldin. Þau náðu hámarki við Buckingham-höll þar sem konungsfjölskyldan kom saman til að fylgjast með flugmönnum breska flughersins leika listir sínar.

Elísabet veifaði til viðstaddra þegar henni var ekið um götur …
Elísabet veifaði til viðstaddra þegar henni var ekið um götur Lundúnaborgar í hestvagni í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka