Fundu „blóðsugugrafir“

Ýmis hjátrú tengist blóðsugum.
Ýmis hjátrú tengist blóðsugum. Reuters

Lík­ams­leif­ar fólks, sem sam­kvæmt um­merkj­um hef­ur verið talið blóðsug­ur, fund­ust ný­verið í bæn­um Sozopol í Búlgaríu. Fólkið hafði verið rekið í gegn með járn­fleini eft­ir dauða sinn.

Um er að ræða tvær beina­grind­ur frá miðöld­um.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem beina­grind­ur finn­ast sem hafa verið leikn­ar á þenn­an hátt, en sam­kvæmt hjá­trú var hætta tal­in á því að þeir sem voru viðskotaill­ir í lif­anda lífi myndu ganga aft­ur sem blóðsug­ur og ofsækja fólk. Átti járn­fleinn­inn að varna því að hinir látnu stigju upp úr gröf­um sín­um.

Þessi siður tíðkaðist allt fram á síðustu öld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka