Fundu „blóðsugugrafir“

Ýmis hjátrú tengist blóðsugum.
Ýmis hjátrú tengist blóðsugum. Reuters

Líkamsleifar fólks, sem samkvæmt ummerkjum hefur verið talið blóðsugur, fundust nýverið í bænum Sozopol í Búlgaríu. Fólkið hafði verið rekið í gegn með járnfleini eftir dauða sinn.

Um er að ræða tvær beinagrindur frá miðöldum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem beinagrindur finnast sem hafa verið leiknar á þennan hátt, en samkvæmt hjátrú var hætta talin á því að þeir sem voru viðskotaillir í lifanda lífi myndu ganga aftur sem blóðsugur og ofsækja fólk. Átti járnfleinninn að varna því að hinir látnu stigju upp úr gröfum sínum.

Þessi siður tíðkaðist allt fram á síðustu öld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert