Réðist á þingmenn í beinni útsendingu

Frá gríska þinginu. Úr myndasafni.
Frá gríska þinginu. Úr myndasafni. AFP

Talsmaður gríska stjórnmálaflokksins Gullinnar dögunar réðst á tvær vinstrisinnaðar þingkonur í sjónvarpsumræðum í beinni útsendingu í morgun en til umræðu var stjórnmálaástandið í Grikklandi. Ríkissaksóknari landsins hefur gefið út ákæru á hendur talsmanninum, Ilias Kasidiaris, vegna málsins.

Fólkinu var orðið mjög heitt í hamsi í umræðunum áður en til árásarinnar kom og þá ekki síst Kasidiaris. Þegar talið barst síðan að dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn honum brást hann hinn versti við og helti fyrst vatni á aðra konuna og réðst síðan að hinni og sló hana þrisvar utan undir samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Myndband af atvikinu má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert