Evrópa þarf að taka erfiðar ákvarðanir

Obama Bandaríkjaforseti segir að skuldakreppan í Evrópu muni hafa áhrif …
Obama Bandaríkjaforseti segir að skuldakreppan í Evrópu muni hafa áhrif á efnahagslíf Bandaríkjanna. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að leiðtogar Evrópu þurfi að taka erfiðar ákvarðanir ætli þeir sér að koma evrusvæðinu aftur á réttan kjöl.

Obama segir að Evrópa geti treyst á stuðning Bandaríkjanna en ljóst sé að djúp skuldakreppa í Evrópu muni hafa áhrif á bandarískt efnahagslíf, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins. Evrópa þurfi því að taka erfiðar ákvarðarnir og koma þeim til framkvæmda til að leysa skuldavandann.

Hann segir að það sé í höndum almennings í Grikklandi að ákveða hvort þjóðin haldi evrusamstarfinu áfram. Grikkir megi hins vegar búast við frekari erfiðleikum kjósi þeir að kasta evrunni.

Þingkosningar verða haldnar í Grikklandi 17. júní nk. Menn vonast til að hægt verði að binda enda á pólitíska óvissu í landinu sem leiðtogar á evrusvæðinu segja að geri Grikkjum ómögulegt að takast á við efnahagsvandann í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert