Fagna ákvörðun Spánverja

Olli Rehn og Jose Manuel Barroso.
Olli Rehn og Jose Manuel Barroso. AFP

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, fagna ákvörðun Spánverja að óska eftir neyðaraðstoð til að koma bankakerfi landsins til bjargar.

Barroso og Rehn segja að ákvörðunin muni efla tiltrú markaðarins og fjárfesta á spænsku efnahagslífi.

Þá fagna þeir þeim jákvæðu viðbrögðum sem Evruhópurinn hafi sýnt.

Þeir segjast fullvisir að Spánn geti aftur komist á réttan kjöl með því að endurskipuleggja banka- og fjármálakerfi landsins. Fjárfestar og markaðurinn muni aftur taka við sér og skilyrði skapast fyrir vöxt og atvinnusköpun.

Þá hafa fjármálaráðherrar Bandaríkjanna og Frakklands og framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins einnig fagnað ákvörðun spænskra stjórnvalda um að óska eftir 100 milljarða evra neyðaraðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert