Bretar bjarga ekki evrunni

Breskir skattgreiðendur munu ekki styðja við bakið á bankakerfi evrusvæðisins og aukið framsal fullveldis til Brussel verður borið undir bresku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu að sögn George Osbornes, fjármálaráðherra Bretlands. 

Þá segir Osborne að ástandið á evrusvæðinu hafi dregið verulega úr bata breska hagkerfisins sem þurfi að auki að kljást við hátt olíuverð og miklar skuldir frá fyrri ríkisstjórn. Þá telur ráðherrann eðlilegast að frekara framsal fullveldis, vegna fjármálakreppunnar, til Brussel eigi að einangra við evruríkin sautján.

Styrk breska hagkerfisins í dag telur George Osborne fólginn í því að núverandi ríkisstjórn hafi náð tökum á fjárlagahallanum og að Bretar standi utan við evrusvæðið. Að hans sögn er Bretland skjól fyrir fjárfesta í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert