Rajoy: Sigur fyrir evruna

00:00
00:00

Mariano Rajoy, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, fagn­ar ákvörðun fjár­málaráðherra evru­svæðis­ins um að aðstoða Spán við að end­ur­reisa banka­kerfi lands­ins. Rajoy seg­ir þetta vera sig­ur fyr­ir evr­una.

„Trú­verðug­leiki evr­unn­ar sigraði,“ sagði hann á blaðamanna­fundi í dag. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Ráðherr­arn­ir samþykktu í gær að veita spænsk­um stjórn­völd­um 100 millj­arða evra neyðarlán til að aðstoða spænska banka­kerfið sem hef­ur staðið höll­um fæti.

Marg­ir hafa fagnað þess­ari ákvörðu, m.a. Banda­ríkja­stjórn og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn.

Á blaðamanna­fundi í Madrid sagði Rajoy, að niðurstaðan væri hluti af þeim aðgerðum sem Spán­ar­stjórn hefði griptið til til að styrkja efna­hags­líf lands­ins og koma um­bót­um í  fram­kvæmd.

Hann sagði að neyðarlánið myndi hjálpa til að end­ur­reisa trú manna á spænska hag­kerf­inu.

Hann seg­ir að styrk­ur fjár­mála­kerf­is­ins á Spáni hafi sigrað sem og evr­an. Þá heit­ir hann því að halda áfram með fyr­ir­ætlan­ir sín­ar um efna­hags­um­bæt­ur í land­inu.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
Mariano Rajoy, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert