Tókýó er sú borg heimsins, þar sem dýrast er fyrir útlendinga að búa, Lúanda í Angóla er í öðru sæti og Osaka í Japan er í þriðja sæti. Dýrasta borg Evrópu er Moskva og Ósló er sú borg á Norðurlöndunum, þar sem dýrast er að búa.
Þetta kemur fram í árlegri úttekt matsfyrirtækisins Mercer, þar sem tekinn er saman kostnaður við daglegt líf víða um heim. Reykjavík er ekki að finna á listanum.
Bornar eru saman 214 borgir í öllum heimsálfum og rúmlega 200 atriði lögð til grundvallar útreikningnum, þar á meðal kostnaður við samgöngur, matvæli, fatnað og afþreyingu.
New York er dýrasta borg Bandaríkjanna samkvæmt listanum.
Þar kemur fram að flestar borgir í Evrópu hafa fallið um sæti á listanum vegna veikingar evrunnar, til dæmis er London nú í 25. sæti, en var í því 18. í fyrra.
Á eftir Osaka á listanum er Moskva og síðan koma borgirnar Genf og Zuerich í Sviss og Singapúr.