Tóku þrjá menn af lífi

Saudi Arabar búa við hin alræmdu Sharía lög.
Saudi Arabar búa við hin alræmdu Sharía lög. Reuters

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku þrjá menn af lífi í dag, þar af einn Sýrlending, en þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu. Mennirnir höfðu gerst sekir um að hafa eiturlyf í fórum sínum.

Þríeykið var handtekið þegar Sýrlendingurinn var gripinn við að afhenda hinum tveimur eiturlyf, en innanríkiráðuneytið gaf ekki upp hvaða eiturlyf voru í spilinu.

Samkvæmt opinberum skýrslum hafa yfirvöld í Sádi-Arabíu tekið 35 menn af lífi það sem af er árinu, en að sögn Amnesty International voru 79 menn teknir af lífi í Sádi-Arabíu árið 2011.

Í Sádi-Arabíu er hægt að lífláta menn fyrir nauðganir, trúskipti, vopnað rán, glæpi tengda eiturlyfjum og morð, en Sádi-Arabar búa við hin íslömsku sharía-lög.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert