Heldur enn fram sakleysi sonar síns

Mohamed Merah.
Mohamed Merah. HANDOUT

Franskir rannsóknarlögreglumenn efast um tilvist myndbanda sem Mohamed Merah, sem skaut sjö manns til bana á átta dögum í Toulouse, á að hafa tekið skömmu áður en hann féll í áhlaupi lögreglunnar í lok mars.

Faðir Merah hefur höfðað mál á hendur sérsveit frönsku lögreglunnar fyrir að hafa skotið son sinn til bana. Hann segir að fyrrnefnd myndbönd sýni að Merah hafi sagt lögreglunni, meðan á 32 klst. umsátri stóð, að hann væri saklaus en lögreglan segir Merah hafa játað morðin á sig og neitað að gefa sig friðsamlega fram.

Lögreglan efast um að myndböndin séu til. „Merah var ekki með farsíma, tölvu eða myndavél,“ segir ónafngreindur heimildarmaður innan lögreglunnar. „Hefði Merah haft í fórum sínum tæki sem hægt væri að taka myndbönd upp á þá hefðu þau verið færð á lögreglustöð til rannsóknar.“

Einn lögmanna föður Merah sagði á mánudaginn að fjölskyldan hefði undir höndum sönnunargögn í formi myndbanda sem hún myndi afhenda yfirvöldum væri þess óskað. Saksóknarar lögðu fram beiðni um slíkt í gær.

Merah tók öll morðin upp á myndavél sem hann bar á bringunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert