ESB-ráðherrar í viðbragðsstöðu

Grikkir ganga að kjörborðinu þann 17. júní og kjósa til …
Grikkir ganga að kjörborðinu þann 17. júní og kjósa til þings, en þingkosningar voru í landinu 6. maí síðastliðinn. Þá tókst ekki að mynda stjórn. AFP

Fjármálaráðherrar Evrulandanna verða í viðbragðsstöðu, ef kalla þarf til fundar með skömmum fyrirvara í kjölfar þingkosninganna í Grikklandi sem verða á sunnudaginn. 

Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að þeir geti rætt saman og stillt saman strengi sína og komið þannig í veg fyrir að þeir sendi frá sér mismunandi skilaboð, eins og áður hefur gerst varðandi málefni Grikklands.

Líklegt er talið að vinstriflokkurinn Syriza verði sigurvegari kosninganna og hefur Alexis Tsipras, leiðtogi flokksins, lýst því yfir að hann muni gefa sér tíu daga til að semja á ný við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið, sem hann segir að séu að ganga af fjárhag Grikklands dauðum.

Í viðtali við gríska ríkissjónvarpið í gær sagði Tsipras að hann vildi endurskoða og endurvinna samkomulag Grikkja við AGS og ESB.

Þetta verður í annað skiptið á skömmum tíma sem Grikkir ganga að kjörborðinu og kjósa til þings, en þingkosningar voru í landinu 6. maí síðastliðinn. Stjórnarmyndunarviðræður báru engan árangur og því var ákveðið að kjósa að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka