Þvinguð í fóstureyðingu komin sjö mánuði á leið

Kona komin sjö mánuði á leið var þvinguð í fóstureyðingu.
Kona komin sjö mánuði á leið var þvinguð í fóstureyðingu. mbl.is/Arnaldur

Kínversk stjórnvöld hafa staðfest að kona, komin sjö mánuði á leið, hafi verið þvinguð í fóstureyðingu. Stutt er síðan atvikið átti sér stað en af því fréttist eftir að myndir af látnu barninu birtust á netinu.

Mannréttindasamtök segja yfirvöld í Shaanxi-héraði í Norður-Kína hafa þvingað konuna, Feng Jianmei, til að fara í fóstureyðingu vegna þess að hún greiddi ekki sekt fyrir brjóta lög sem kveða á um að hjón í þéttbýli megi einungis eignast eitt barn. Aftur á móti mega hjón á landsbyggðinni eignast tvö börn, sé það fyrsta stúlka. Þessi umdeildu lög voru sett til að sporna gegn mikill fólksfjölgun í Kína og að sögn mannréttindasamtaka hafa þúsundir kvenna verið neyddar í fóstureyðingar. 

Fram kom í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í héraðinu að bráðabirgðarannsókn hefði leitt í ljós að ásakanir um þvingun væru í grundvallaratriðum réttar og að rannsóknaraðilar hefðu hvatt til aðgerða gegn þeim sem bæru ábyrgð í málinu.

Stjórnvöldin hafa heitið því að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig en árið 2001 voru sett lög sem bönnuðu fóstureyðingar á síðar hluta meðgöngu.

Kínverjar hafa gagnrýnt harðlega á spjallsíðum að konan hafi verið þvinguð í fóstureyðingu. Eftir að myndir birtust af Feng á sjúkrahúsi, liggjandi við hliðina á látnu barni sínu sem var þakið blóði, báru sumir atvikið við m.a. saman við aðgerðir nasista í síðari heimsstyrjöldinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert