Á síðustu tveimur dögum hafa yfir 130 manns látist í átökunum í Sýrlandi. Mannréttindasamtök þar í landi segja að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna ættu að fara úr landinu ef þeir geta ekki stoppað mannfallið.
Á síðustu tíu dögum hefur ofbeldið í landinu aukist mjög og mannfallið hefur orðið meira hjá báðum aðilum sagði Robert Mood yfirmaður liðssveita Sameinuðu þjóðanna. Þá sagði hann á blaðamannafundi að Sýrlendingar væru að þjást þar sem friðaráætlun Sameinuðu þjóðarinnar hefði ekki gengið upp.
„Það er engin önnur áætlun uppi á borðinu til að mynda frið. Nú er ekkert verið að aðhafast til að koma á friði. Aðilar verða að gefa þessu friðarverkefni tækifæri, það verður eitthvað að fara gerast,“ sagði fyrrverandi hermaður á vegum norsku friðarsveitarinnar.
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, og forseti Rússlands, Vladimir Pútín, munu ræða átökin í Sýrlandi á G20 fundinum í næstu viku.
Í dag létust að minnsta kosti 36 manns í átökunum og um 84 í gær, bæði í sprengjuárásum og öðrum átökum í landinu. 48 af þeim voru óbreyttir borgarar.
Leitað var til starfsfólks Rauða Krossins til að fá lækna og lyf send til Sýrlands þar sem tugir manna hafa særst í sprengjuárásum ríkisstjórnarinnar.