Eiga ekki í viðræðum um framtíð Sýrlands

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Rússar segjast ekki eiga í viðræðum við aðrar þjóðir um stjórnarumbætur í Sýrlandi sem miði að því að koma forseta landsins, Bashar al-Assad, frá völdum.

Utanríkisráðherrann Sergei Lavrov segir að þrýst verði á Írani að taka ekki þátt í þessum viðræðum.

Lavrov segist hafa lesið það í fjölmiðlum að Rússar og Bandaríkjamenn ættu viðræðum um aðgerðir í Rússlandi. „Þetta er ekki rétt. Það hafa engar slíkar viðræður átt sér stað. Þetta er þvert á okkar stefnu,“ segir Lavrov.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert