ESB og AGS munu styðja ríkisstjórn Grikklands

Jose Manuel Barroso.
Jose Manuel Barroso. AFP

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heita því að styðja nýja ríkisstjórn Grikklands sem líklegast er að tveir flokkar, sem báðir styðja samkomulagið við AGS og ESB, myndi eftir þingkosningarnar í dag.

Hvöttu leiðtogar Evrópusambandsins flokkana Nýtt lýðræði og sósíalistaflokkinn Pasok til að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið væri svo hægt væri að leiða Grikkland út úr skuldavandanum.

„Við erum vongóðir um að með þessari kosninganiðurstöðu verði ríkisstjórn mynduð fljótt,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu forseta Evrópuþingsins og formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þeirra Hermans Van Rompuys og Jose Manuels Barrosos.

Þeir eru nú staddir í Mexíkó en þar hefst ráðstefna G20 ríkjanna á morgun, mánudag. Verður skuldavandi Evrópu ofarlega á baugi á ráðstefnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert