Nýtt lýðræði sigraði

Antonis Samaras sést hér fyrir miðju en hann er formaður …
Antonis Samaras sést hér fyrir miðju en hann er formaður Nýs lýðræðis. AFP

Hægriflokkurinn Nýtt lýðræði hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum Í Grikklandi. Aðrir flokkar, þar á meðal vinstriflokkurinn Syriza, játað sig sigraða.

Antonis Samaras, formaður Nýs lýðræðis, hélt ræðu fyrir stuðningsmenn flokksins fyrr í kvöld þar sem hann sagði flokkinn stefna að því að uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins. Samaras sagði niðurstöðurnar vera sigur fyrir alla Evrópu.

Samaras biðlaði til annarra stjórnmálaflokka í landinu um að leggja hönd á plóg við uppbyggingu landsins. Hann sagðist vera ákveðinn í að bjarga ástandinu með öllum tiltækum ráðum eins fljótt og hægt væri.

Alexis Syriza, formaður vinstriflokksins Syriza, hélt einnig ræðu og óskaði Samaras til hamingju með sigurinn. Hann sagðist enn á þeirri skoðun að Grikkland ætti ekki að taka við frekari neyðaraðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann útilokaði að Syriza-flokkurinn tæki þátt í þjóðstjórn með Samaras.

Þingkosningar voru í Grikklandi í dag.
Þingkosningar voru í Grikklandi í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert