Salman bin Abdul Aziz hefur verið útnefndur krónprins í Sádi-Arabíu eftir að Nayef bin Abdul Aziz al-Saud lést um helgina.
Nýi krónprinsinn er 76 ára gamall. Hann er sagður vera 25. sonur Abdulaziz sem var konungur á árunum 1932-1953. Hann hefur verið héraðsstjóri í Riyadh í áratugi, en var á síðasta ári skipaður varnarmálaráðherra landsins.
Salman fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og Bretlands á síðasta ári og átti þá fund með Barack Obama og David Cameron.
Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, er 88 ára gamall.