27 milljón þrælar í heiminum

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti í dag skýrslu um þrælahald …
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti í dag skýrslu um þrælahald í heiminum. AFP

Allt að 27 millj­ón­um manna er haldið sem þræl­um í heim­in­um. Þetta kom fram í máli Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, þegar hún kynnti skýrslu banda­rískra yf­ir­valda í dag um man­sal og þræla­hald í heim­in­um.

„Þrátt fyr­ir að Banda­rík­in og önn­ur lönd hafi fyr­ir löngu lagt á bann við þræla­haldi hef­ur það ekki komið í veg fyr­ir þræla­hald í heim­in­um,“ sagði Cl­int­on. Hún sagði fórn­ar­lömb nú­tímaþræla­halds vera jafnt kon­ur og karl­ar, stúlk­ur og drengi. Þeirra sög­ur minntu okk­ur á hversu grimmd­ar­legt mann­kynið get­ur verið.

„Hver sem bak­grunn­ur þeirra er þá er þetta fólk nauðsyn­leg áminn­ing um þá staðreynd að bar­átt­unni gegn þræla­haldi er hvergi nærri lokið.“

Af 185 lönd­um sem fjallað var um í skýrsl­unni upp­fylla aðeins 33 þeirra að fullu kröf­ur sem skýrslu­höf­und­ar gera til laga gegn man­sali. Kröf­urn­ar taka mið af mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sam­einuðu þjóðanna sem legg­ur bann við þræla­haldi og þvinguðu sjálf­boðastarfi.

Þau ríki sem standa sig verst eru Lýðræðis­lega lýðveldið Kongó, Líb­ía, Norður-Kórea, Sádi-Ar­ab­ía og Sýr­land.

Banda­rík­in halda brátt upp á það að 150 ár eru liðin frá upp­hafi frels­is­bar­áttu banda­rískra þræla. Cl­int­on von­ast til þess að nota megi sög­una til að berj­ast gegn þræla­haldi nú­tím­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert