Vandi alls heimsins

Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims hvetja leiðtoga ríkja Evrópu til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vinna bug á skuldakreppunni í Evrópu. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, segir vandann hins vegar ekki einungis evrópskan heldur heimsins alls.

Leiðtogafundur G-20-ríkjanna hófst í Mexíkó hófst í gær og er efnahagsvandinn á evrusvæðinu eitt helsta umræðuefni fundarins enda óttast flestir að vandinn geti breiðst enn frekar út en nú er.

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hitti ekki leiðtoga Evrópusambandsins á fundi í gærkvöldi líkt og til stóð þar sem kvöldverður leiðtoganna í Mexíkó dróst á langinn. Samkvæmt upplýsingum AFP-fréttastofunnar mun hann funda með þeim í dag en Obama óttast að ástandið í Evrópu muni hafa slæm áhrif á efnahagsástandið í heiminum og um leið geti það dregið úr líkum á endurkjöri hans í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert