Tveir Tíbetar kveiktu í sér

Hernámi Kínverja á Tíbet mótmælt.
Hernámi Kínverja á Tíbet mótmælt. SAJJAD HUSSAIN

Tveir ungir Tíbetar kveiktu í sér á afskekktu svæði í norðvesturhluta Kína í gær til að mótmæla hernámi Kínverja á Tíbet.

Annar mannanna lést af sárum sínum en hinn er alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi á spítala. Mennirnir, báðir á þrítugsaldri, skildu eftir sig bréf þar sem þeir hvöttu til samstöðu meðal Tíbeta. Talið er að sá sem lést hafi verið fyrrverandi munkur.

Síðan í mars í fyrra hafa 40 manns, flestir munkar, kveikt í sér til að mótmæla hernámi Kínverja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert