Ellefu eru látnir eftir að Fokker-27 herflugvél brotlenti í íbúðahverfi í Jakarta í Indónesíu í gær.
10 voru lýstir látnir á staðnum, þar af allir sjö sem voru um borð í flugvélinni, en í gærkvöldi lést kona af meiðslum sínum. Fjórir létust á jörðu niðri í miklum eldsvoða sem braust út í kjölfar brotlendingarinnar. Níu voru lagðir inn á spítala með minniháttar meiðsli, þ. á m. tvö börn.