Skutu niður tyrkneska orrustuþotu

Orrustuþotan er af gerðinni F-4.
Orrustuþotan er af gerðinni F-4.

Sýrlensk stjórnvöld báðust í dag afsökunar á því að sýrlenski herinn hefði skotið niður tyrkneska orrustuþotu við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Flugmenn þotunnar eru sagðir vera á lífi.

Vitni segjast hafa séð þegar sýrlenski herinn skaut þotuna niður við sýrlenska bæinn Ras al-Baseet.

Náin tengsl voru á milli Tyrklands og Sýrlands, en síðustu misseri hafa stjórnvöld í Tyrklandi gagnrýnt stjórn Assads. Talið er að um 32 þúsund sýrlenskir flóttamenn séu nú í Tyrklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert