Vill að ESB fái ríkisstjórn og forseta

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble.
Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble. Reuters

 Fjár­málaráðherra Þýska­lands, Wolfgang Schäu­ble, vill að ríki Evr­ópu­sam­bands­ins fram­selji aukið vald til sam­bands­ins á „mik­il­væg­um póli­tísk­um sviðum án þess að rík­is­stjórn­ir land­anna geti stöðvað ákv­arðanir“. Þetta kem­ur fram í viðtali við ráðherr­ann í þýska tímar­inu Der Spieg­el í dag sam­kvæmt frétt AFP frétta­veit­unn­ar.

Í frétt AFP seg­ir að um­mæli Schäu­ble komi í kjöl­far ít­rekaðra yf­ir­lýs­inga Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, um að auk­inn Evr­ópu­samruna þurfi til þess að tak­ast á við efna­hagserfiðleik­ana inn­an ESB en ekki minni. „Til þessa hafa ríki ESB nær alltaf haft síðasta orðið. Það geng­ur ekki leng­ur,“ er haft eft­ir Schäu­ble.

Þá kem­ur fram í um­fjöll­un Der Spieg­el að Schäu­ble sé hlynnt­ur því að breyta fram­kvæmda­stjórn ESB í raun­veru­lega rík­is­stjórn, styrkja Evr­ópuþingið í sessi og kjósa í al­mennri kosn­ingu for­seta sam­bands­ins. Hann neit­ar því þó að ESB yrði þar með sam­bands­ríki sam­bæri­legt við Banda­rík­in eða Þýska­land held­ur yrði um að ræða sér­staka út­færslu.

Schäu­ble varaði einnig við því ef evru­svæðið liðaðist í sund­ur. Hann sagði að ef það gerðist myndu koma fram efa­semd­ir um margt annað sem sett hafi verið á lagg­irn­ar und­ir merkj­um Evr­ópu­samrun­ans eins og innri markað ESB og frjálsa för fólks um Evr­ópu. „En að ESB liðist í sund­ur er út í hött. Heim­ur­inn er að fær­ast sam­an og að hvert ríki í Evr­ópu stæði á eig­in fót­um? Það get­ur ekki gerst, má ekki ger­ast og skal ekki ger­ast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert