„Fíkniefnastríðið er tapað“

Vicky, fertugur kanadamaður búsettur í Grikklandi, sprautar sig með blöndu …
Vicky, fertugur kanadamaður búsettur í Grikklandi, sprautar sig með blöndu af heróíni og kókaíni. AFP

„Fíkniefnastríðið er tapað og hægt er að koma í veg fyrir milljónir nýrra HIV sýkinga og dauðsfalla af völdum alnæmis ef gripið er til réttra aðgerða sem fyrst.“ Þetta segir í nýrri skýrslu sem kynnt var Sameinuðu þjóðunum í dag.

Einnig var kallað eftir að SÞ viðurkenni að fíkniefnastríðið fæli fíkniefnaneytendur frá því að leita sér meðferðar og inn í umhverfi þar sem líkurnar á HIV sýkingu aukast til muna.

Um er að ræða alþjóðlega nefnd um stefnu í fíkniefnamálum (e. Global Commission on Drug Policy) en í henni sitja meðal annars sex fyrrverandi forsetar, þar af fjórir frá Suður-Ameríku. Nefndin berst fyrir mildari stefnu í fíkniefnamálum.

Í skýrslunni eru Bandaríkin, Rússland og Taíland gagnrýnd fyrir að horfa framhjá niðurstöðum rannsókna á tengslum lagaumhverfis í fíkniefnamálum og tíðni HIV sýkinga. Hafi það valdið hörmulegum afleiðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert