Obama með meira fylgi en Romney

Barack Obama
Barack Obama AFP

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er með mest fylgi í þremur stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Forsetakosningar fara fram í landinu í nóvember og stendur baráttan á milli Obama, sem er frambjóðandi Demókrataflokksins, og Mitts Romneys, sem verður frambjóðandi Repúblikanaflokksins.

Samkvæmt könnun Quinnipiac-háskólans nýtur Obama stuðnings 45% kjósenda í Flórída á meðan Romney er með 41%. Í Ohio er Obama með 47% en Romney 38%. Í Pennsylvaníu er Obama með 45% fylgi á meðan Romney nýtur stuðnings 39% kjósenda.

Er þetta mun meiri munur en var á frambjóðendunum tveimur í síðustu skoðanakönnun Quinnipiac.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert