Obama treyst gegn geimverum

2/3 þátttakenda í könnun sem National Geographic stóð fyrir á …
2/3 þátttakenda í könnun sem National Geographic stóð fyrir á dögunum telja að Obama sé treystandi til að kljást við innrás geimvera, skyldi til hennar koma. JEWEL SAMAD

Tveir þriðju Banda­ríkja­manna trúa að Obama sé bet­ur til þess fall­inn að kljást við geim­veru­inn­rás en mót­fram­bjóðandi hans, Mitt Rom­ney.

Könn­un sem sjón­varps­stöð Nati­onal Geograp­hic birti fyrr í dag leiddi þetta í ljós, en könn­un­in náði til 1.114 ein­stak­linga úr öll­um ríkj­um Banda­ríkj­anna og var fram­kvæmd í tengsl­um við heim­ildaþáttaröð sem tek­in verður til sýn­ing­ar á stöðinni á föstu­dag.

36% aðspurðra sögðust vera viss um til­vist fljúg­andi furðuhluta. 11% sögðust þess viss að þau hefðu séð einn slík­an og 20% sögðust þekkja ein­stak­ling sem hefði orðið vitni að yf­ir­nátt­úru­leg­um fyr­ir­bær­um.

For­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um fara fram í nóv­em­ber næst­kom­andi og sögðu 65% þátt­tak­enda í könn­un­inni að Obama væri lík­legri til að bregðast fljótt og vel við inn­rás geim­vera. Kon­ur og yngri Banda­ríkja­menn voru lík­legri til að svara á þá vegu en karl­menn og þátt­tak­end­ur eldri en 65 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka