Vilja að Noregur verði lýðveldi

Haraldur Noregskonungur.
Haraldur Noregskonungur. AP

Tveir þing­menn Sósíal­íska vinstri­flokks­ins í Nor­egi hafa kallað eft­ir því að stjórn­ar­skrá lands­ins verði breytt þannig að landið yrði að lýðveldi með kjörn­um þjóðhöfðingja. Har­ald­ur kon­ung­ur myndi ef til­lög­urn­ar næðu fram að ganga fá umþótt­un­ar­tíma til árs­ins 2014. Þetta kem­ur fram í frétt thelocal.no um málið. 

Snor­re Valen, ann­ar þing­mann­anna sagði að það ætti ekki að vera mögu­legt að erfa völd og stöður, og að það væri kom­inn tími til þess að breyta land­inu úr kon­ungs­ríki í lýðveldi. Þetta mun vera í tólfta sinn sem Sósíal­íski vinstri­flokk­ur­inn legg­ur þetta til. 

Valen og koll­egi hans, Hall­geir Lang­e­land, von­ast til þess að aðrir þing­menn muni taka und­ir til­lögu þeirra og vísa mál­inu í þjóðar­at­kvæði. Yrðu niður­stöður henn­ar á þann veg að kjós­end­ur vildu lýðveldi, að þá taldi Valen að hægt yrði að láta valda­skipt­in eiga sér stað árið 2014, en þá verða 200 ár liðin frá því að Norðmenn settu sér fyrst stjórn­ar­skrá á Eiðsvöll­um. Það yrði hins veg­ar und­ir þing­inu komið hvaða völd norski for­set­inn myndi hafa, og hvað kjör­tíma­bil hans yrði langt.

Það er þó talið ólík­legt að af þessu verði. Skoðanakann­an­ir benda til að norska kon­ung­dæmið njóti stuðnings um 60-70% norsku þjóðar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert