Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Anne Sinclair, eiginkona hans, hafa ekki búið saman síðastliðinn mánuð. Þetta staðfestir vinur Strauss-Kahn.
Mikið hefur gengið á í lífi hjónanna síðustu misserin eftir að Strauss-Kahn var sakaður um að hafa nauðgað hótelþernu í New York. Í kjölfarið báru fleiri konur fram ásakanir gegn honum um kynferðisbrot. Franska lögreglan hóf einnig rannsókn um að hann tengist starfsemi vændishrings.
Á meðan öllu þessu gekk stóð Anne Sinclair með manni sínum. Á síðasta ári var hún kosin kona ársins í Frakklandi í könnun sem veftímaritið Terrafemina stóð fyrir. Hún hefur starfað sem sjónvarpskona í mörg ár.
Strauss-Kahn og Sinclair hafa verið gift í 20 ár. Hann er þríkvæntur.