Hótar að sprengja þýsku ríkisstjórnina

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, stendur í ströngu á ýmsum vígstöðvum …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, stendur í ströngu á ýmsum vígstöðvum vegna efnahagserfiðleikanna á evrusvæðinu. AFP

Ef ríkisstjórn Þýskalands samþykkir frekari tilslakanir gagnvart evruríkjum sem glíma við alvarlegan efnahagsvanda kann það að leiða til þess að hún njóti ekki lengur nauðsynlegs stuðnings til þess að halda völdum.

Þetta kemur fram í viðtali þýska tímaritsins Stern við Horst Seehofer, leiðtoga CSU systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi en Kristilegir demókratar eru sem kunnugt er stærsti flokkurinn sem aðild á að þýsku ríkisstjórninni undir forystu Angelu Merkel kanslara.

Seehofer sagði að einhvern tímann innan ekki langs tíma kæmi að því að ríkisstjórn Bæjaralands og CSU gætu ekki lengur veitt samþykki sitt fyrir framgöngu þýsku ríkisstjórnarinnar vegna efnahagserfiðleikanna á evrusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert