Skattahækkanir boðaðar í Frakklandi

Ríkisstjórnarfundur í Frakklandi en slíkir fundir eru haldnir með forseta …
Ríkisstjórnarfundur í Frakklandi en slíkir fundir eru haldnir með forseta landsins einu sinni í viku AFP

Ríkisstjórn Frakklands samþykkti á fundi sínum í dag skattahækkanir sem eiga að skila 13,3 milljörðum evra í ríkiskassann en hún hefur sett sér það markmið að ná jafnvægi í ríkisfjármálum árið 2017.

Á ár verður stoppað upp í fjárlagagatið með skattahækkunum sem eiga að skila 7,2 milljörðum evra og 6,1 milljarði evra á því næsta. Jafnframt verður dregið úr útgjöldum ríkisins sem nemur 1,5 milljarði evra. Greint var frá því í gær að fjárlagahallinn væri 43 milljarðar evra.

Skattar hátekjufólks verða hækkaðir auk fleiri aðgerða en franska þingið samþykkti að standa á bak við ríkisstjórnina og niðurskurðaráætlun hennar í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert