Finnland myndi jafnvel frekar yfirgefa evru-svæðið heldur en að greiða skuldir annarra ríkja innan svæðisins, segir fjármálaráðherra Finnlands, Jutta Urpilainen, í viðtali við dagblaðið Kauppalehti í dag.
Hún segir í viðtalinu að Finnland hafi skuldbundið sig til þess að vera hluti af Myntbandalagi Evrópu og Finnar telji evruna koma sér fyrir Finnland. Hins vegar séu Finnar ekki reiðubúnir til þess að fórna hverju sem er til þess að taka þátt í samstarfinu.
Urpilainen ítrekar í viðtalinu þá staðreynd að Finnland sé eitt fárra ESB ríkja sem enn er með hæstu lánshæfiseinkunn, AAA, og að landið myndi ekki sætta sig við því að taka á sig ábyrgð fyrir skuldir annarra ríkja.
Hún segir að finnsk stjórnvöld vilja leysa kreppuna en að ekki verði öllu fórnað til þess að ná þeim árangri.