Greiða ekki skuldir annarra

Jutta Urpilainen ræðir hér við Christine Lagarde, framkvæmdastjóra AGS
Jutta Urpilainen ræðir hér við Christine Lagarde, framkvæmdastjóra AGS AFP

Finn­land myndi jafn­vel frek­ar yf­ir­gefa evru-svæðið held­ur en að greiða skuld­ir annarra ríkja inn­an svæðis­ins, seg­ir fjár­málaráðherra Finn­lands, Jutta Urpilain­en, í viðtali við  dag­blaðið Ka­upp­al­ehti í dag.

Hún seg­ir í viðtal­inu að Finn­land hafi skuld­bundið sig til þess að vera hluti af Mynt­banda­lagi Evr­ópu og Finn­ar telji evr­una koma sér fyr­ir Finn­land. Hins veg­ar séu Finn­ar ekki reiðubún­ir til þess að fórna hverju sem er til þess að taka þátt í sam­starf­inu.

Urpilain­en ít­rek­ar í viðtal­inu þá staðreynd að Finn­land sé eitt fárra ESB ríkja sem enn er með hæstu láns­hæfis­ein­kunn, AAA, og að landið myndi ekki sætta sig við því að taka á sig ábyrgð fyr­ir skuld­ir annarra ríkja.

Hún seg­ir að finnsk stjórn­völd vilja leysa krepp­una en að ekki verði öllu fórnað til þess að ná þeim ár­angri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert