Japan áforma að kaupa eyjar

Kína og Japan deila um yfirráðarétt í A-Kínahafi.
Kína og Japan deila um yfirráðarétt í A-Kínahafi. STRINGER

Stjórnvöld í Japan áforma að reyna að kaupa eyjar sem eru á svæði sem Kína, Taiwan og Japan gera tilkall til. Eyjarnar eru óbyggðar en eru í einkaeigu.

Ekki er talið að þessum áformum verði vel tekið af hálfu stjórnvalda í Kína og Taiwan. Eyjarnar eru í A-Kínahafi. Þær kallast Senkaku á japönsku en Diaoyou á kínversku.

Gjöful fiskimið eru í umhverfis eyjarnar og talið er að þar kunni að vera jarðefni sem hægt sé að nýta. Japanskir fiskimenn bjuggu á eyjunum fyrir seinni heimstyrjöldina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert