Assad sakar Bandaríkin um að aðstoða glæpagengi

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. AFP

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að glæpgengi sem reyni að stuðla að óstöðugleika í landinu njóti aðstoðar Bandaríkjamanna. Þetta sagði forsetinn í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD.

Hann segir að Bandaríkin séu hluti af átökunum. Þau bæði verndi og veiti glæpagengjunum pólitískan stuðning.

AFP segir að viðtalið hafi verið tekið 5. júlí sl. og að það verði birt síðar í dag. Þar kemur jafnframt fram að Assad neiti að stíga til hliðar. Hann ætlar að vera við völd í landinu til að takast á við þann vanda sem Sýrland standi frammi fyrir.

„Forsetinn á ekki að flýja vandamál og við stöndum frammi fyrir þjóðarvanda núna í Sýrlandi,“ sagði Assad.

Þá útilokaði forsetinn ekki samningaviðræður við bandarísk stjórnvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert