FBI lokar á netið

Komast ekki á netið.
Komast ekki á netið. Morgunblaðið/Ómar

Yfir 300 þúsund manns gætu tímabundið misst aðgang að netinu vegna aðgerða bandarísku alríkislögreglunnar FBI til þess að hafa uppi á netþrjótum.

Yfirvöld í Bandaríkjunum brugðu á það ráð að slökkva á vefþjónum sem notaðir voru af gengi netþrjóta sem meðal annars hafa brotist inn í bandarískar stofnanir og stolið viðkvæmum gögnum.

Gengið er sagt ábyrgt fyrir vírus sem ræðst gegn netvörnum. Talið er að um 4 milljónir tölva séu sýktar af vírusnum um allan heim.
 
Aðgerðirnar eru hluti af samvinnuverkefni bandarísku alríkislögreglunnar og netþjónustufyrirtækja sem ætlað er að reyna að sporna við netglæpum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert