Leitað að þeim sem tóku Najiba af lífi

Lögregla í Afganistan leitar að mönnunum sem tóku konu af lífi í Parwan-héraði um helgina, en hún var sökuð um framhjáhald. John Allen, hershöfðingi Nató í Afganistan, segist tilbúinn til að aðstoða lögreglu við leitina að þeim sem myrtu konuna.

Konan sem var tekin af lífi að viðstöddum um 150 mönnum í þorpi í héraðinu hét Najiba. Hún var 22 ára gömul. Hún var gift háttsettum manni í her talibana og var ásökuð um að hafa hafa átt í ástarsambandi við liðsmann talibana.

Najba var dæmd til dauða fyrir framhjáhald og tekin af lífi um klukkustund síðar.

Myndband sem sýnir aftökuna hefur vakið hneykslan um allan heim.

Basir Salangi, héraðsstjóri í Parwan, segir að verið sé að leita að mönnunum sem bera ábyrgð á aftökunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert