Vilja þjóðaratkvæði um veruna í ESB

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Mikill meirihluti Breta vill að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin fyrir næstu þingkosningar um það hvort Bretar eigi að vera áfram í Evrópusambandinu eða yfirgefa það, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar breska fyrirtækisins YouGov. Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá þessu.

Samtals vilja 67% að fram fari þjóðaratkvæði um veruna í ESB en 19% eru því hins vegar andvíg. Þá taka 14% ekki afstöðu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Ef kosið yrði um málið nú myndu 48% styðja úrsögn úr sambandinu en 31% greiða atkvæði með áframhaldandi aðild að því.

Á hinn bóginn væru 42% hlynnt áframhaldandi veru í ESB ef David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tekst að standa við loforð sitt um að semja upp á nýtt um aðild landsins að sambandinu og endurheimta mikilvæg völd frá Brussel en 34% væru því andvíg.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert