Neyða ætti efnaða til að lána fé

Evrur.
Evrur.


Rík­ir ein­stak­ling­ar á evru­svæðinu ættu að greiða hærri skatta eða vera neydd­ir til þess að lána rík­i­s­tjórn­um í vanda fé í bar­átt­unni við efna­hags­vand­ann. Þetta eru meðal til­lagna hagrann­sókn­ar­stofn­un­ar í Berlín.

,,Í mörg­um lönd­um hafa skuld­ir ríkja vaxið um­tals­vert. Á sama tíma eru eign­ir ríkra  ein­stak­linga sam­tals tölu­vert verðmæt­ari en skuld­ir allra ríkja á evru­svæðis­ins,“ seg­ir Stef­an Bach talsmaður hagrann­sókn­ar­stofn­un­ar í Berlín sem birti ný­lega til­lög­ur að því hvernig bregðast mætti við skulda­vanda evru­ríkj­anna. 

Að sögn Bach mætti ná þessu fram með tvenn­um hætti. Annað hvort með því að leggja á skatt í formi hárr­ar upp­hæðar sem aðeins væri greidd einu sinni, eða með því að neyða eigna­mikla ein­stak­linga til að lána rík­inu fé. Það mætti greiða til baka með vöxt­um ef efna­hag­ur land­anna batn­ar. Einnig væri hægt að breyta lán­inu í auðlegðarskatt ef ekki næðist viðsnún­ing­ur í efna­hag ríkja evru­svæðis­ins.       

Sam­kvæmt til­lög­unni myndu 8% Þjóðverja þurfa að greiða skatt­inn. Með þess­um hætti gæti ríkið fengið í sinn hlut um 230 millj­arða evra í gegn­um skatt­kerfið um­fram það sem þýska þjóðin greiðir nú í skatta. Það jafn­gild­ir um 9% af lands­fram­leiðslu Þýska­lands á ári. 

Til­lög­ur hagrann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar hafa verið gagn­rýnd­ar harðlega af nokkr­um hag­fræðing­um í Þýskalandi. Friedrich Heinem­ann, hag­fræðing­ur hjá Hag­fræðistofn­un Evr­ópu, tel­ur að slík­ar aðgerðir gangi gegn eign­ar­rétti auk þess sem þær brjóti í bága við þýsk lög. 

Bach tel­ur að einnig mætti nota til­lög­urn­ar í lönd­um sunn­ar í Evr­ópu svo sem á Spáni, Grikklandi og á Ítal­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert