Tígrisdýr drápu mann í Kaupmannahöfn

Tígisdýr eru hættuleg villidýr. Myndin er úr myndasafni.
Tígisdýr eru hættuleg villidýr. Myndin er úr myndasafni. AP

Tígrisdýr í dýragarðinum í Kaupmannahöfn drápu mann í nótt. Ekki er vitað hver hinn látni er.

Þegar starfsmenn dýragarðsins komu til vinnu í morgun mætti þeim óhugguleg sjón. Tígrisdýrin voru að gæða sér á líki manns sem var inni í búrinu. Þeir náðu að reka dýrin burtu frá manninum, en hann var úrskurðaður látinn.

Danska ríkisútvarpið segir í frétt að ekki sé vitað hver maðurinn er, en líkið sé af ungum manni. Ekki er vitað hvernig maðurinn komst inn í garðinn og inn í búr tígrisdýranna.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið á þessu ári sem dýr í norrænum dýragarði drepa mann. Fyrr á þessu ári lést kona eftir árás í sænskum dýragarði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert