Blaðamaður dæmdur í 18 ára fangelsi

Abebe Guta, lögmaður þeirra sem voru dæmdir fyrir hryðjuverk í …
Abebe Guta, lögmaður þeirra sem voru dæmdir fyrir hryðjuverk í Addis Ababa í dag. AFP

Eþíópískur blaðamaður og bloggari, Eskinder Nega, var í dag dæmdur í átján ára fangelsi fyrir að brjóta hryðjuverkalög landsins. Í maímánuði fékk hann PEN frelsisverðlaunin fyrir skrif sín.

Eskinder Nega var dæmdur sekur um að hafa unnið með Ginbot Seven-samtökunum, sem eru með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum en eþíópísk stjórnvöld líta á samtökin sem hryðjuverkasamtök.

Auk Nega voru 23 aðrir fundir sekur um að hafa brotið hryðjuverkalög landsins, segir í frétt BBC.

Í frétt AFP kemur fram að aðrir hafi fengið allt frá átta árum til lífstíðardóma. Mannréttindasamtök hafa fordæmt sakfellingu mannanna.

Stjórnarandstæðingurinn Andualem Arage fékk lífstíðardóm og gaf dómari þá skýringu að brot hans hefði verið það alvarlegt en hann var dæmdur fyrir að starfa með útlagasamtökum. Hann var einnig dæmdur sekur um að hafa tekið ákvarðanir fyrir hryðjuverkasamtökin.

Af þeim 24 sem voru dæmdir voru 16 ekki viðstaddir réttarhöldin þar sem þeir höfðu flúið land. Hins vegar voru þeir Eskinder og Andualem báðir viðstaddir dómsuppsöguna í dag. Mikill mannfjöldi var í dómsalnum, bæði fjölskyldur þeirra, vinir, stjórnarandstæðingar, blaðamenn og diplómatar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert