Vilja láta banna nautahlaupið í Pamplona

Maður sem tók þátt í nautahlaupinu í Pamplona í átökum …
Maður sem tók þátt í nautahlaupinu í Pamplona í átökum við eitt nautanna. AFP

Dýraverndunarsamtökin Fjórar loppur hvetja spænsk stjórnvöld til að banna nautahlaupið í borginni Pamplona en það stendur nú yfir. 22 menn hafa særst í hlaupinu og 42 naut hafa drepist.

„Fjórar loppur fara fram á að horfið verði þegar í stað frá þessari miskunnarlausu hefð sem nautahlaupið er,“ segir á vefsíðu samtakanna sem eru búlgörsk. „Margir hafa slasast og mörg naut hljóta sársaukafullan dauðdaga á hverju ári vegna hlaupsins.“

Talsmaður samtakanna segir „þessi tegund skemmtunar“ eigi ekkert skylt við menningu og ætti því að banna.

Hlaupið fer þannig fram að nautum er sleppt út á götur borgarinnar Pamplona og elta þau hóp fólks inn á leikvang þar sem oft kemur til blóðugrar viðureignar.

Um 13 þúsund naut eru drepin í nautaati á Spáni á hverju ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert