Mannskæðar árásir í morgun

Hersveitirnar notuðu afar öflug vopn í árásinni.
Hersveitirnar notuðu afar öflug vopn í árásinni. -

Hundruð hermanna réðust á bæinn Khirbet Ghazaleh í suðurhluta Sýrlands í morgun. Í það minnsta 28 létu lífið í árásinni sem var gerð bæði frá landi og úr lofti.

Samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökum á svæðinu réðst þungvopnað stórskotalið og skriðdrekasveit til atlögu. Og í kjölfarið fylgdu loftárásir auk þess sem hersveitir kveiktu í húsum bæjarbúa.

Talið er að shabia-hópurinn standi á bak við árásina en hann er hlynntur ríkisstjórn Assads forseta. Gagnárás stjórnarandstöðunnar var illmöguleg þar sem hersveitir andspyrnuhreyfingarinnar voru nýfarnar frá Khirbet Ghazaleh.

Khirbet Ghazaleh er í Daraa-héraðinu en þar hófst uppreisnin gegn Assad forseta í mars í fyrra.

Meðal þeirra sem létust í árásinni í morgun voru 13 óbreyttir borgarar, þar á meðal ólétt kona, og níu uppreisnarmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert